Innlent

Fiski­bátur strandaði í Pat­reks­firði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skipverja sakaði ekki. 
Skipverja sakaði ekki.  Landsbjörg

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út í dag þegar lítill fiskibátur strandaði í mynni Patreksfjarðar. 

Rétt um 8 tímum eftir að áhöfn björgunarskipsins Varðar II í Patreksfirði var kölluð út vegna smábáts sem hafði fengið rekald í skrúfuna í mynni Patreksfjarðar, var áhöfnin kölluð út á ný um klukkan tvö í dag. 

Þá hafði lítill fiskibátur strandað í fjörunni inn af bænum. Þegar að var komið var ljóst að lítið yrði að gert, báturinn á þurru og útfall. Skipverja sakaði ekki, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. 

Farið var að athuga með bátinn um fimmleytið á aðfallinu. Þegar Vörður og smærri bátur frá Björgunarsveitinni Blakki á Patreksfirði komu að bátnum var hann kominn á flot og lítið annað en að koma taug í hann. Báturinn var svo dreginn eitthvað skemmdur til hafnar á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×