Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 13:58 Hjólabrautin liggur núna á malarplaninu á Klambratúni. Facebook Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina. Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina.
Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira