Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynna yfirtökutilboðið

Árni Sæberg skrifar
Brian Deck er forstjóri JBT.
Brian Deck er forstjóri JBT. Sillapáls

JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi.

Í fréttatilkynningu um fundinn segir að á fundinum muni munu Brian Deck, forstjóri JBT, Matt Meister, fjármálastjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, fara yfir helstu atriði valfrjáls tilboðs JBT í Marel, færa rök fyrir sameiningunni og lýsa þeim sóknarfærum og framtíðarsýn sem sameinað félag myndi búa yfir. Einnig verði boðið upp á spurningar.

Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×