„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 20:44 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið. Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“ Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“
Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira