Innlent

Vefurinn kominn í loftið en ó­víst með blað morgun­dagsins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Óvíst er hvort blaðið verði gefið út á morgun.
Óvíst er hvort blaðið verði gefið út á morgun. Vísir/Vilhelm

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun.

Eins og fram hefur komið hefur vefurinn mbl.is legið niðri undanfarnar klukkustundir og herma heimildir Vísis að um sé að ræða svokallaða gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Er það eins árás og gerð var á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík fyrr á árinu.

Karl segir í samtali við fréttastofu enn verið að meta umfang og áhrif árásarinnar en vildi ekki tjá sig um hvers eðlis árásin hafi verið. Inntur eftir því hvort Morgunblað morgundagsins kæmi út eða ekki vildi hann heldur ekki tjá sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×