Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 20:00 Sums staðar í farvegi Grenlæks liggja dauðir fiskar sem urðu þurrkinum að bráð hreinlega í bunkum. Hafrannsóknarstofnun Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“ Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira