Körfubolti

Maddi­e Sutt­on á­fram í her­búðum Þórs

Siggeir Ævarsson skrifar
Maddie Sutton í bikarúrslitunum
Maddie Sutton í bikarúrslitunum Vísir/Hulda Margrét

Þórsarar hafa endurnýjað samning sinn við hina bandaríska framherjann Maddie Sutton en næsta tímabil verður hennar fjórða hér á Íslandi.

Sutton hefur verið einn af burðarásum Þórs undanfarin ár og sannkölluð tvennuvél en á síðasta tímabili skoraði hún rúmlega 16 stig að meðatali í leik og tók tæp 14 fráköst, næst flest allra leikmanna í deildinni.

Hún gekk upphaflega til liðs við Þór frá Tindastóli sumarið 2022 en með Stólunum fór hún hamförum í stigaskorun og fráköstum, með 27 stig að meðaltali í leik og 20 fráköst.

Þór lék í efstu deild kvenna í fyrra í fyrsta sinn í 45 ár og hafnaði að lokum í 7. sæti deildarinnar og náði alla leið í bikarúrslit. Í frétt Þórsara um málið kemur einnig fram að Maddie hafa tekið mikinn þátt í uppbyggingu stúlknaflokka í yngri flokka starfi félagsins og er framlengningu samningsins fagnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×