Innlent

Mbl.is liggur niðri eftir tölvu­á­rás

Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm

Árvakur varð í dag fyrir alvarlegri tölvuárás en af þeim sökum liggur vefur fyrirtækisins, mbl.is og útvarpsstöðin K100 niðri. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu mbl.is en þar segir að unnið sé að viðgerðum að svo stöddu.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður og kvöldfréttastjóri á mbl.is, segist vonast til að geta komið síðunni upp á nýjan leik sem allra fyrst en að hún geti ekki sagt til um hvenær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×