Handbolti

Sara Sif til Hauka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Sif Helgadóttir í leik með íslenska A-landsliðinu.
Sara Sif Helgadóttir í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Hauka. Hún gengur í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.

Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Hauka. Þar segir að Sara Sif hafi verið einn besti markvörður Olís-deildar kvenna í handbolta á síðustu leiktíð þar sem hún var með 39 prósent markvörslu.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sara Sif komið víða við. Hún er uppalin hjá Fjölni en hefur einnig spilað með HK, Fram og Val.

Hún hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarna mánuði og eru Haukar spenntar fyrir komu hennar.

„Það er mikilvægt að fá góðan markmann í okkar teymi. Haukar vilja taka næsta skref og þetta er liður í því að stækka og breikka hópinn okkar til að vera samkeppnishæf á öllum vígstöðvum,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×