Lífið

Sviptir hulunni af kílóatölunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kirsten Dunst og Jesse Plemons stórkostleg á rauða dreglinum í gær.
Kirsten Dunst og Jesse Plemons stórkostleg á rauða dreglinum í gær. Arturo Holmes/Getty

Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness.

Þar sagðist leikarinn hafa misst tuttugu kíló en samkvæmt bandaríska slúðurmiðlinum Page Six er þetta fyrsta skiptið sem leikarinn sviptir hulunni af kílóatölunni. Áður hefur hann þurft að sverja fyrir það að hafa létt sig með megrunarlyfinu Ozempic en hann hefur sagst hafa tekið lífsstíl sinn í gegn.

„Ég er ekki lengur að burðast með tuttugu kíló,“ sagði leikarinn léttur í bragði við fjölmiðla á rauða dreglinum. Hann segir að fasta hafi hjálpað sér mikið síðastliðna eina og hálfa árið. Leikarinn var á rauða dreglinum ásamt eiginkonunni Kirsten Dunst.

„Ég er svo miklu orkumeiri og eins og ég segi, þá á ég tvö börn, þannig að þetta hefur verið kærkomið,“ sagði leikarinn jafnramt um nýja lífsstílinn. Leikarinn hafði áður opnað sig um þyngdartapið við Los Angeles Times um miðjan júní.

Þar sagði hann marga hafa spurt sig hvort hann hafi ekki misst þyngdina með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja. Hann hefði í raun sætt sig við að líklegast myndu allir einfaldlega gefa sér það að hann væri á Ozempic, jafnvel þó að svo væri alls ekki.

„Það er frekar óheppilegt að ég hafi náð tökum á heilsunni á sama tíma og allir eru á Ozempic. En það skiptir ekki máli, það munu allir halda að ég sé á því hvorteðer,“ sagði leikarinn léttur í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×