Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 06:21 Húsnæðismarkaðurinn er erfiður fyrstu kaupendum. Vísir/Vilhelm Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira