Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Full­kominn hel­vítis ham­borgari

Helena Rakel Jóhannesdóttir skrifar
Vísir/Ívar Fannar

Helvítis kokkurinn snýr aftur með sjóðheita þáttaröð af gómsætum sumarréttum. Í þessum fyrsta þætti matreiðir Ívar Örn hin fullkomna hamborgara. 

Helvítis kokkurinn er sýndur á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og Stöð 2+. Fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröð má sjá í spilaranum hér að neðan.

Hinn fullkomni hamborgari með Bola X

Kjöt og brauð:

  • 8 X 150 gr hamborgarar með 20-25% fituinnihaldi
  • Salt og pipar
  • 8 hamborgarabrauð Ódýrt Krónan
  • 375 gr Krónan Ódýrt beikon í sneiðum
  • 16 sneiðar af osti að eigin vali

Sveppir og laukur:

  • 1 box Flúða sveppir
  • 2 gulir laukar
  • 2 rauðir laukar
  • 1 msk olía
  • 2 msk noisette
  • Salt og Pipar

Pikklað grænmeti:

  • 1 heil agúrka
  • 2 box Snakkpaprikur frá Heiðmörk
  • 1 ferskur eldpipar að eigin vali
  • 300 ml eplaedik
  • 150 ml vatn
  • 30 gr sykur
  • 45 gr salt
  • 1 msk chilli flögur
  • 1 msk kóríander fræ

Grillaður maís:

  • 8 forsoðnir maís frá Krónunni
  • Noisette
  • Salt og pipar

Samsetning:

  • Helvítis Beikon & Brennivín kryddsulta
  • Hellmans Mayonese
  • 2 heirloom tómatar
  • 1 haus Rósasalat

Aðferð: 

  1. Grillið beikonsneiðar á meðal háum hita þangað til það verður stökkt og leggið til hliðar.
  2. Skerið sveppi og lauk í sneiðar. Hitið pönnu með olíunni og steikið sveppina og laukinn á rólegum hita í 20 – 30 mínútur þangað til blandan er orðin gullinbrún, kryddið með salti og pipar. Hellið noisette yfir og setjið til hliðar.
  3. Sjóðið saman vatn, sykur, salt, eplaedik, chilli flögur og kóríanderfræ í um 10 mínútur. Hellið blöndunni í skál. Skerið gúrku, eldpipar og snakkpaprikur útí og látið standa við stofuhita í 20-30 mínútur.
  4. Grillið maís og penslið á meðan með noisette og kryddið með salti og pipar.
  5. Grillið hamborgarana í um 4 mín á annarri hlið og kryddið með salti og pipar. Snúið borgaranum og setjið lauk og sveppablönduna ofan á. Grillið í um 4 mínútur í viðbót og síðustu mínútuna leggið þið tvær ostsneiðar á hvern hamborgara og leyfið honum að bráðna með grillið lokað.
  6. Penslið brauðið að innan og grillið á báðum hliðum. Skerið niður tómata og salat. Smyrjið annan helminginn með Hellmans mayo öðru megin og Helvítis Beikon & Brennivín kryddsultu hinu megin. Leggið salat og tómat á botninn ásamt pickluðu grænmeti. Setjið borgarann ofan á, beikonsneiðar á toppinn, lokið og njótið

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×