Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 10:46 Veiðieftirlit Fiskistofu stóð skipstjóra að því að færa 37 þorska milli skipa. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira