Handbolti

Sjáðu ó­trú­legt kynningar­mynd­band Viktors Gísla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli í leik með Íslandi.
Viktor Gísli í leik með Íslandi. Vísir/Vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, hefur samið við Póllandsmeistara Wisla Plock til eins árs. Hann var kynntur til leiks með vægast sagt ótrúlegu kynningarmyndbandi.

Hinn 23 ára gamli Viktor Gísli hefur undanfarin tvö ár spilað með Nantes í Frakklandi en þar áður var hann á mála hjá GOG í Danmörku. Hann er uppalinn Framari og færir sig nú til Póllands, allavega út næsta keppnistímabil.

Wisla Plock tryggði sér sinn áttunda meistaratitil í vor er liðið sigraði Kielce í úrslitarimmu efstu deildar í Póllandi. Með sigrinum batt liðið enda á tólf ára einokun Kielce á titlinum.

Það er ljóst að gríðarleg spenna er fyrir komu Viktors Gísla sem er talinn með efnilegri markvörðum heimshandboltans. Slík er spennan að samfélagsmiðladeild Wisla hlóð í eitt það alundarlegasta kynningarmyndband sem hefur sést. Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×