Innlent

Sig­mundur óskar svara um fund Lilju og RÚV vegna kynhlutleysis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigmundur Davíð hefur óskað svara um fund Lilju og RÚV.
Sigmundur Davíð hefur óskað svara um fund Lilju og RÚV. Vísir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til menningar- og viðskiptaráðherra um kynhlutlaust mál.

Spurningar Sigmundar eru tvær en hann vill annars vegar fá að vita hver niðurstaðan varð af fundi ráðherra og fulltrúa Ríkisútvarpsins vegna umræðu um kynhlutlaust mál og hins vegar hvort ráðherra hafi gripið til einhverra aðgerða eða tekið einhverjar ákvarðanir vegna umræðunnar.

Ef svo er, óskar hann eftir útlistun á umræddum aðgerðum og ákvörðunum.

Sigmundur er í fyrirspurn sinni að vísa til yfirlýsinga Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um að hún hygðist funda með forsvarsmönnum RÚV um málfarsbreytingar en stofnunin hefur verið sökuð um að fara offari hvað þetta varðar, þá sérstaklega hvað varðar kynhlutleysi.

„Það sem ég segi í þessu er að tungumálið okkar byggir á kynhlutleysi, þessu málfræðilega, þar sem karlkynið hefur verið ráðandi og þetta kynhlutleysi málfræðilega karlkynsins er hluti af íslenska málkerfinu og er út um allt í íslenskunni okkar. Að mínu mati, að fara að breyta því núna, án umræðu, án þess að fara mjög vel yfir það, er algert gáleysi,“ sagði Lilja í Bítinu á Bylgjunni.

Sagðist hún meðal annars hafa áhyggjur af því að umræddar breytingar trufluðu máltöku barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×