Meðlimir viðriðnir hatursglæpi og jafnvel grunaðir um morð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 20:31 Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum og og doktor í mannfræði er sérfræðingur í málefnum tengdum öfgahyggju og hatursglæpum. Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin Norðurvígi geti falið í sér ógn við samfélagið hérlendis. Þekkt sé að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin sem eru stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð eru einnig starfrækt í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Þau voru að auki starfrækt í Finnlandi áður en yfirvöld þar bönnuðu starfsemina árið 2020. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, er stödd á ráðstefnu í Osló þar sem fjallað er um öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir Norðurvígi í grunninn vera öfga hægrihreyfingu með það að markmiði að vernda hinn hvíta kynstofn. Hún telur samtökin ekki hafa náð mikilli fótfestu hér á landi og að hópurinn hér sé ekki fjölmennur. „Það virðist ekki hafa verið mikill samhljómur með þeirra stefnu og fáir sem vitað er um að hafi fylgt þeim eftir,“ segir Eyrún. „Þeir hengja sig mikið á sænsku samtökin og þá sem eru forsprakkar í þeirra samtökum, sem eru jafnvel dæmdir ofbeldismenn. Svo við vitum í raun ekki hversu mikil ógn steðjar að íslenska hlutanum.“ Dæmi um áróðursskilaboð sem meðlimir Norðurvígis hafa dreift hér á landi. Meðlimir jafnvel grunaðir um morð Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að ákvörðunin um að skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök hafi verið tekin vegna ofbeldisverka hreyfingarinnar gagnvart gyðingum, útlendingum og hinsegin fólki. „Leiðtogar samtakanna hafa gert ofbeldisfullar árásir á pólitíska andstæðinga þeirra, mótmælendur, blaðamenn og aðra andstæðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki hafi meðlimir Norðurvígis safnað saman vopnum og sprengiefnum og staðið fyrir æfingum á ofbeldisfullum brögðum, þar á meðal hnífaslagsmálum. Eyrún segir þekkt að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. „Þannig það er alveg ástæða til að ætla það að þessi samtök, bara tilvist þeirra, geti falið í sér ógn við samfélagið. Það gæti verið að einhverskonar ofbeldi eða hryðjuverk eða eitthvað slíkt verði unnið í þeirra nafni.“ Útifundur á Lækjatorgi og ýmiskonar áróður Hérlendis hafa samtökin reglulega dreift áróðri líkt og myndum af Adolf Hitler og slagorðum gegn fjölmenningu. Þá héldu meðlimir samtakanna útifund á Lækjartorgi árið 2019 þar sem þeir dreifðu bæklingum. Hópurinn samanstóð af meðlimum hópsins frá öllum Norðurlöndum en flestir voru frá Svíþjóð. Nokkrir Íslendingar voru í hópnum og sagði einn þeirra við DV að hópurinn hygðist „gefa í.“ Heimasíða þeirra er uppfærð reglulega, síðast í gær á 17. júní. Í einni færslu segir að það þurfi að byggja samtökin upp áður en gripið sé til róttækari aðgerða. Skjáskot af færslu á vef Norðurvígis. Neðst er vitnað í Adolf Hitler. Eyrún segir áhyggjuefni þegar málflutningur eins og Norðurvígi viðhaldi fái stað í samfélaginu. „Ef svona málflutningur verður að einhverju leiti normalíseraður í daglegu tali í samfélaginu, þá óttast maður uppgang á útlendingandúð og fordómum. Það að svona samtök eigi sér tilveru getur styrkt það og þau geta orðið þátttakendur í því.“ Hún tekur þó fram að spjót hægri öfgahyggju og hópa í þeirra anda beinist ekki aðeins gegn innflytjendum, útlendingum eða fólki af öðrum trúarbrögðum en meginþorri samfélagsins, Heldur beinist þetta líka í ríkari mæli gagnvart konum og hinsegin fólki. Líkt og fyrr segir er Eyrún nú stödd í Osló til að sækja ráðstefnu á vegum háskólans varðandi öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir sérstaka áherslu lagða á svokallaða incel-hugmyndafræði sem byggir á niðrandi hugmyndafræði um konur. Fyrsti dagur ráðstefnunnar var haldinn í Utoya þar sem norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 manns árið 2017. Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin sem eru stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð eru einnig starfrækt í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Þau voru að auki starfrækt í Finnlandi áður en yfirvöld þar bönnuðu starfsemina árið 2020. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, er stödd á ráðstefnu í Osló þar sem fjallað er um öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir Norðurvígi í grunninn vera öfga hægrihreyfingu með það að markmiði að vernda hinn hvíta kynstofn. Hún telur samtökin ekki hafa náð mikilli fótfestu hér á landi og að hópurinn hér sé ekki fjölmennur. „Það virðist ekki hafa verið mikill samhljómur með þeirra stefnu og fáir sem vitað er um að hafi fylgt þeim eftir,“ segir Eyrún. „Þeir hengja sig mikið á sænsku samtökin og þá sem eru forsprakkar í þeirra samtökum, sem eru jafnvel dæmdir ofbeldismenn. Svo við vitum í raun ekki hversu mikil ógn steðjar að íslenska hlutanum.“ Dæmi um áróðursskilaboð sem meðlimir Norðurvígis hafa dreift hér á landi. Meðlimir jafnvel grunaðir um morð Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að ákvörðunin um að skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök hafi verið tekin vegna ofbeldisverka hreyfingarinnar gagnvart gyðingum, útlendingum og hinsegin fólki. „Leiðtogar samtakanna hafa gert ofbeldisfullar árásir á pólitíska andstæðinga þeirra, mótmælendur, blaðamenn og aðra andstæðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki hafi meðlimir Norðurvígis safnað saman vopnum og sprengiefnum og staðið fyrir æfingum á ofbeldisfullum brögðum, þar á meðal hnífaslagsmálum. Eyrún segir þekkt að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. „Þannig það er alveg ástæða til að ætla það að þessi samtök, bara tilvist þeirra, geti falið í sér ógn við samfélagið. Það gæti verið að einhverskonar ofbeldi eða hryðjuverk eða eitthvað slíkt verði unnið í þeirra nafni.“ Útifundur á Lækjatorgi og ýmiskonar áróður Hérlendis hafa samtökin reglulega dreift áróðri líkt og myndum af Adolf Hitler og slagorðum gegn fjölmenningu. Þá héldu meðlimir samtakanna útifund á Lækjartorgi árið 2019 þar sem þeir dreifðu bæklingum. Hópurinn samanstóð af meðlimum hópsins frá öllum Norðurlöndum en flestir voru frá Svíþjóð. Nokkrir Íslendingar voru í hópnum og sagði einn þeirra við DV að hópurinn hygðist „gefa í.“ Heimasíða þeirra er uppfærð reglulega, síðast í gær á 17. júní. Í einni færslu segir að það þurfi að byggja samtökin upp áður en gripið sé til róttækari aðgerða. Skjáskot af færslu á vef Norðurvígis. Neðst er vitnað í Adolf Hitler. Eyrún segir áhyggjuefni þegar málflutningur eins og Norðurvígi viðhaldi fái stað í samfélaginu. „Ef svona málflutningur verður að einhverju leiti normalíseraður í daglegu tali í samfélaginu, þá óttast maður uppgang á útlendingandúð og fordómum. Það að svona samtök eigi sér tilveru getur styrkt það og þau geta orðið þátttakendur í því.“ Hún tekur þó fram að spjót hægri öfgahyggju og hópa í þeirra anda beinist ekki aðeins gegn innflytjendum, útlendingum eða fólki af öðrum trúarbrögðum en meginþorri samfélagsins, Heldur beinist þetta líka í ríkari mæli gagnvart konum og hinsegin fólki. Líkt og fyrr segir er Eyrún nú stödd í Osló til að sækja ráðstefnu á vegum háskólans varðandi öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir sérstaka áherslu lagða á svokallaða incel-hugmyndafræði sem byggir á niðrandi hugmyndafræði um konur. Fyrsti dagur ráðstefnunnar var haldinn í Utoya þar sem norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 manns árið 2017.
Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15