Enski boltinn

Jón Dagur orðaður við lið í ensku úr­vals­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur fagnar á Wembley.
Jón Dagur fagnar á Wembley. Richard Pelham/Getty Images

Það virðist sem mark Jóns Dags Þorsteinssonar á Wembley hafi kveikt áhuga þónokkurra liða í ensku úrvalsdeildinni á þessum flinka vængmanni.

Hinn 25 ára gamli Jón Dagur skoraði sigurmarkið þegar Ísland lagði England 1-0 á Wembley í aðdraganda Evrópumóts karla í knattspyrnu. Var það hans fimmta mark fyrir íslenska A-landsliðið.

Markið virðist hafa kveikt áhuga liða í ensku úrvalsdeildinni á Jón Degi sem spilar í dag með OH Leuven í Belgíu. Samkvæmt frétt Chronicle Live eru Newcastle United, West Ham United og nýliðar Leicester City með augastað á vængmanninum sem spilaði á sínum tíma með unglingaliðum Fulham.

Þaðan fór hann til Vendsyssel í Danmörku á láni áður en hann samdi við AGF árið 2019. Hann fór til Leuven þremur árum síðar og gæti nú aftur verið á faraldsfæti.


Tengdar fréttir

Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“

Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×