„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:49 Baltasar Kormákur leikstjóri Snertingar er himinlifandi með viðbrögðin. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. „Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira