Lífið

Átta ára með sinn eigin bíl á bílasýningu á Akur­eyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bílasýningin í tengslum við Bíladaga á Akureyri fer fram í Boganum og stendur frá klukkan 10:00 til 18:00 í dag, 17. júní. Þrjár kynslóðir sýna meðal annars hver sinn bíl en bílarnir heita Léttfeti, Snáðinn og Snúðurinn. Hér eru eigendur þeirra við bílana.
Bílasýningin í tengslum við Bíladaga á Akureyri fer fram í Boganum og stendur frá klukkan 10:00 til 18:00 í dag, 17. júní. Þrjár kynslóðir sýna meðal annars hver sinn bíl en bílarnir heita Léttfeti, Snáðinn og Snúðurinn. Hér eru eigendur þeirra við bílana. Aðsend

Á bílasýningu Akureyrar í dag, þjóðhátíðardaginn, 17. júní verða til sýnis þrír nýsmíðaðir torfærubílar, og eru það þrjár kynslóðir sem sýna hver sinn bíl. Bílarnir heita Léttfeti, Snáðinn og Snúðurinn.

Snúðurinn er eftirlíking af Snáðanum en afinn Gunnar Pálmi Pétursson er eigandi Snáðans. Barnabarnið Eva María Jónsdóttir er eigandi Snúðsins og er hún dóttir Jón Vilbergs Gunnarssonar eiganda Léttfeta. Óhætt er að segja að Eva María, sem er aðeins 8 ára gömul sé yngsti þátttakandinn á bílasýningunni. Smíðin á bílunum tók þrjú ár en bæði Snáðinn og Léttfeti eru þekktir bílar úr torfæruheiminum og hafa unnið til margra titla þar.

Eva María Jónsdóttir, 8 ára, sem er eigandi Snúðsins er hér á sínum bíl í drullupolli en hún verður með bílinn sinn til sýnis í dag á Akureyri.Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×