„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 20:30 Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“ Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“
Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira