„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 17:05 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira