Innlent

Parísarhjól sprettur upp við höfnina

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Parísarhjólið er 32 metra hátt og mun hafa 24 vagna. 
Parísarhjólið er 32 metra hátt og mun hafa 24 vagna.  HMP

Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn.

Reykjavíkurhöfn auglýsti í mars eftir samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka. Fyrirtækið Taylors Tivoli Iceland hljóp til og verður rekstraraðili hjólsins. Parísarhjólið er tilraunaverkefni til eins árs og verður uppi í sumar. 

Fulltrúi fréttastofunnar gerði sér ferð niður á Miðbakka og myndaði parísarhjólið. 

Hjólabraut vék fyrir hjólinu og verður sett á Klambratún í staðinn. HMP
Samkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári, undir rekstur parísarhjólsins. HMP
Flestir vagnarnir munu hafa sex sæti en að auki verður boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla. HMP

Tengdar fréttir

Parísarhjól á Miðbakka í sumar

Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn.

Leita að parísarhjólsstjóra

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×