Innlent

Ferða­þjónustan, þingmálin og Running Tide í Sprengi­sandi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrsti gestur dagsins er Þórir Garðarsson, en hann fer yfir stöðu ferðaþjónustunnar og fækkun ferðamanna. Hann hefur áratugareynslu af starfi þar og hefur gengt forystuhlutverki lengst af á þeim vettvangi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, fer yfir stöðu flokksins nú þegar hann mælist með ónógt fylgi til að komast á þing.

Þá ræða Stefán Vagn Stefánsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Teitur Björn Einarsson stöðuna í pólitíkinni. Ágreininginn um áfengissöluna, hvalveiðarnar, samgönguáætlun og veika stöðu ríkisstjórnarinnar.

Að lokum fer Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður á Heimildinni yfir undarlega sögu fyrirtækisins Running Tide sem átti að boða betri tíma á sviði loftslagsmála með því að fanga kolefni og koma því á hafsbotninn. Fyrirtækið var lofsungið og stutt af stjórnvöldum en hefur nú lagt upp laupana.

Hægt er að hlusta á þáttinn á Bylgjunni eða í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×