Uppgjör: Stjarnan – Þór/KA 1-4 | Sandra María hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 18:46 Þór/KA skoraði fjögur í dag. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er komið aftur á beinu brautina í Bestu deild kvenna eftir 3-0 tap fyrir toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Í 8. umferð fór liðið í Garðabæinn og vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að lenda marki undir snemma leiks. Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur). Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur).
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira