Aukin sala áfengis ógnar grundvallarmarkmiðum lýðheilsu Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 17:31 Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun