Innlent

Gríska húsinu lokað

Árni Sæberg skrifar
Lögregla framkvæmdi húsleit í Gríska húsinu í gær og Heilbrigðiseftirlitið skellti svo í lás.
Lögregla framkvæmdi húsleit í Gríska húsinu í gær og Heilbrigðiseftirlitið skellti svo í lás. Vísir/Sigurjón

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær.

Þetta segir í fréttatilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerðar gærdagsins. Þar segir að aðgerðin hafi verið unnin í samstarfi við Skattinn, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu, Bjarkarhlíð og vinnustaðaeftirlit ASÍ vegna gruns um mansal, peningaþvætti, ófullnægjandi brunavarnir, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað og að ekki væru til staðar viðeigandi leyfi til starfseminnar.

Eigandi Gríska hússins, Zakaria Handawi, sór af sér allar sakir um slíkt í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Í tilkynningu lögreglu segir að öllum þremur, sem voru handteknir í gær, hafi verið sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum.

Rannsókn málsins sé í fullum gangi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um hana að svo stöddu. 


Tengdar fréttir

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Lögregluaðgerð á veitingastað í miðbænum

Lögregla er að störfum við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn vegfaranda var einn leiddur út af staðnum í járnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×