Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2024 15:00 Dauðar kríur sem Ólafur gekk fram á. Ólafur K. Nielsen Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur. Fuglar Dýr Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur.
Fuglar Dýr Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira