Sport

Lawrence fær risasamning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lawrence mun hafa efni á klippingu næstu árin.
Lawrence mun hafa efni á klippingu næstu árin. vísir/getty

Leikstjórnandinn Trevor Lawrence hefur ekki staðið undir væntingum í NFL-deildinni en er samt orðinn sá launahæsti.

Jacksonville Jaguars valdi hann fyrstan í nýliðavalinu árið 2021 og þó svo liðið hafi bætt sig síðan þá er Lawrence engan veginn að spila eins vel og við var búist.

Jaguars virðist þó hafa tröllatrú á því að Lawrence muni eiga frábæran feril því félagið hefur ákveðið að galopna veskið fyrir leikmanninn.

Hann er nefnilega að skrifa undir fimm ára samning sem er upp á 275 milljónir dollara. Hann fékk þess utan 37,5 milljón dollara bónus.

Þessi samningur gerir hann að launahæsti leikmanni deildarinnar ásamt Joe Burrow, leikstjórnanda Bengals. Þeir eru báðir með 55 milljónir dollara í árslaun.

Jared Goff hjá Lions er með 53 milljónir og þeir Justin Herbert, leikstjórnandi Chargers, og Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, eru með 52 milljónir.

Í samanburði er besti leikmaður deildarinnar, Patrick Mahomes hjá Chiefs, með rúmlega 46 milljónir dollara á ári.

Hér að neðan má sjá tölur Lawrence sem eru nánast þær sömu og hjá Daniel Jones, leikstjórnanda Giants.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×