Innlent

Sérsveitin kölluð til vegna byssu sem reyndist leik­fang

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þrír sérsveitarbílar voru lagðir við Snorrabraut.
Þrír sérsveitarbílar voru lagðir við Snorrabraut. vísir

Þrír sérsveitarbílar voru kallaðir til á Snorrabraut vegna tilkynningar um mann sem veifaði byssu. Byssan reyndist leikfang.

Þetta staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. 

Lögreglunni barst tilkynning á sjöunda tímanum og sérsveitin sinnti útkallinu. 

„Það var ekkert ljóst hvort um væri að ræða leikfangabyssu eða alvöru. Það var bara verkefnið. Það var farið þarna inn og í ljós kom að þetta væri leikfangabyssa,“ segir Skúli. Engir frekari eftirmálar. 

Sambærileg atvik hafa komið upp á síðustu árum, til dæmis árið 2022 þegar maður var handtekinn snemma um morgun við Smáralind í Kópavogi, grunaður um að vera vopnaður skambyssu. Sú reyndist leikfang. 

Frægasta dæmið er sennilega þegar annar mannanna, sem sýknaður var af ákæru um skipulagningu hryðjuverka fyrir héraðsdómi í mars, var handtekinn af sérsveitinni. Lögreglu barst tilkynning um vopnaðan mann í bifreið, sem reyndist tólf ára drengur með leikfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×