Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 21:00 Sigurjón Friðbjörn Björnsson býr í Kinnagötu í Urriðaholti í Garðabæ og stunda börn hans golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Hann segist óttast um öryggi þeirra á leiðinni. Vísir/Arnar Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“ Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“
Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira