Innlent

Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur á­fram næstu daga

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikil gasmengun hefur verið frá gosinu í gær og í dag. Útlit er fyrir að svo verði áfram næstu daga
Mikil gasmengun hefur verið frá gosinu í gær og í dag. Útlit er fyrir að svo verði áfram næstu daga Vísir/Vilhelm

Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Í gasdreifingarspá segir að gasmengun geti alltaf farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Mökkurinn leggist svo undan vindi. Í hægviðri geti dreifing gasmengunar verið ófyrirsjáanleg, þar sem hiti frá hraunbreiðu hefur áhrif á vindátt á svæðinu.

Í dag er austlæg átt og berst þá gasið vestur yfir Bláa lónið og þaðan af Reykjanesi. Bláa lóninu var lokað í morgun vegna gasmengunar.

Á morgun verður breytileg átt og því útlif fyrir að gasið dreifist víða um Reykjanes, en er líður á daginn gengur í norðanátt og þá mun gas blása suður yfir Grindavík.

Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×