Jarðaberjarækt í grænum iðngarði í Helguvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 12:44 Jarðaberjaframleiðsla er hafin í Helguvík í grænum iðngarði á vegum Kadeco. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Kadeco á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli segir það draumaverkefni að fá að stýra allri uppbyggingunni, sem mun eiga sér stað á næstu árum á Ásbrú og svæðinu í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann segir mikið kallað eftir því að fá starfsfólk Kadeco á erlendan vettvang til að kynna verkefnið. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það markmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Unnið er eftir sérstakri þróunaráætlun, sem heitir „K64” en þar er sett fram metnaðarfull framtíðarsýn fyrir Suðurnesin hvað varðar Ásbrú, gamla hersvæðið á Keflavíkurflugvelli og ekki síður starfsemi í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco segir mikil forréttindi að fá að stýra verkefninu með sínu starfsfólki og stjórn. „Það er gríðarlega gaman að fá að taka þátt í þessu því þetta er eiginlega draumaverkefni og þetta er fyrirmyndar verkefni líka, bæði á Íslandi og heimsvísu enda er mikið kallað eftir því að fá okkur hjá Kadeco á erlendan vettvang að kynna þetta og segja frá því hvernig við nálgumst samstarfið við hagsmunaaðila og hvernig við fórum í þessa þróunarvinnu í upphafi og hvernig þessi ákvörðun var tekin, þannig að það er hellings athygli á þessu verkefni,” segir Pálmi Freyr. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, sem vinnur hörðum höndum að því með sínu fólki að móta heildstæð sameiginleg framtíðarsýn fyrir flugvallarsvæðið á Ásbrú og þar í kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kadeco er líka að byggja upp grænan iðngarð í Helguvík þar sem fjölbreytt starfsemi mun fara fram. „Já, nú þegar eru við komin með starfsemi í kerskálana í álverinu, sem aldrei varð. Þar er líka komin jarðaberjaframleiðandi og mjög flott plön fyrirhuguð um enn frekari starfsemi þar. Þar erum við að leggja til lóðir og svæði, sem geta þá tekið á móti fyrirtækjum, sem vilja máta sig inn í græna hringrásarhugsun og verða þá hluti af því. Það geta verið matvælaframleiðendur, það geta verið orkuframleiðendur og ýmislegt annað,” segir Pálmi Freyr. Unnið er eftir sérstakri þróunaráætlun, sem heitir K64 en hún hefur hlotið mikinn meðbyr og jákvæða umfjöllun, auk þess að vinna nýlega til virtra alþjóðlegra skipulagsverðlauna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Suðurnesjabær Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það markmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Unnið er eftir sérstakri þróunaráætlun, sem heitir „K64” en þar er sett fram metnaðarfull framtíðarsýn fyrir Suðurnesin hvað varðar Ásbrú, gamla hersvæðið á Keflavíkurflugvelli og ekki síður starfsemi í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco segir mikil forréttindi að fá að stýra verkefninu með sínu starfsfólki og stjórn. „Það er gríðarlega gaman að fá að taka þátt í þessu því þetta er eiginlega draumaverkefni og þetta er fyrirmyndar verkefni líka, bæði á Íslandi og heimsvísu enda er mikið kallað eftir því að fá okkur hjá Kadeco á erlendan vettvang að kynna þetta og segja frá því hvernig við nálgumst samstarfið við hagsmunaaðila og hvernig við fórum í þessa þróunarvinnu í upphafi og hvernig þessi ákvörðun var tekin, þannig að það er hellings athygli á þessu verkefni,” segir Pálmi Freyr. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, sem vinnur hörðum höndum að því með sínu fólki að móta heildstæð sameiginleg framtíðarsýn fyrir flugvallarsvæðið á Ásbrú og þar í kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kadeco er líka að byggja upp grænan iðngarð í Helguvík þar sem fjölbreytt starfsemi mun fara fram. „Já, nú þegar eru við komin með starfsemi í kerskálana í álverinu, sem aldrei varð. Þar er líka komin jarðaberjaframleiðandi og mjög flott plön fyrirhuguð um enn frekari starfsemi þar. Þar erum við að leggja til lóðir og svæði, sem geta þá tekið á móti fyrirtækjum, sem vilja máta sig inn í græna hringrásarhugsun og verða þá hluti af því. Það geta verið matvælaframleiðendur, það geta verið orkuframleiðendur og ýmislegt annað,” segir Pálmi Freyr. Unnið er eftir sérstakri þróunaráætlun, sem heitir K64 en hún hefur hlotið mikinn meðbyr og jákvæða umfjöllun, auk þess að vinna nýlega til virtra alþjóðlegra skipulagsverðlauna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Suðurnesjabær Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira