Innlent

Sót yfir allri í­búðinni þegar hún kom heim frá út­löndum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
FotoJet (29)
Jóhanna Kristín

Jóhanna Kristín Kristinsdóttir var erlendis á föstudaginn þegar eldur kviknaði á fyrstu hæð í blokkinni hennar að Kóngsbakka 1. Hún kom heim í gær og birti myndbönd á Instagram sem sýndu mikið sót sem hafði lagst yfir alla íbúðina.

Jóhanna segir að verið sé að vinna að því að djúphreinsa stigaganginn og allar íbúðirnar. Þrífa þurfi alla skápa, húsgögn og svo framvegis. Eldurinn kviknaði á fyrstu hæð en íbúð Jóhönnu er á þriðju. Málið sé leiðinlegt, „ég er sko með börn og dýr, þannig ég get ekki verið þarna, ég kemst ekki heim alveg strax,“ segir Jóhanna.

Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín

Tengdar fréttir

Eldur í íbúð í Kóngsbakka

Eldur kom upp í íbúð í Kóngsbakka í Breiðholti fyrir skömmu. Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×