Samfylkingin – Með og á móti Helgi Brynjarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar