Fótbolti

Arf­taki Freys mættur aftur til Fær­eyja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur aftur til Færeyja.
Mættur aftur til Færeyja. Kringvarp Føroya

Magne Hoseth er mættur aftur til Færeyja eftir að hafa gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík. Hann var ráðinn sem eftirmaður Freys Alexanderssonar hjá Lyngby en entist heldur stutt í starfi.

Þegar Freyr færði sig um set til Belgíu undir lok síðasta árs ákvað danska efstu deildarfélagið Lyngby að ráða Hoseth sem hafði unnið þrekvirki með KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Hann entist þó aðeins 50 daga í starfi þar sem hann var sagður ná illa til leikmanna og starfsfólks félagsins.

Hoseth er mættur aftur til Færeyja en hann var fyrir skemmstu ráðinn þjálfari B36. Gerði hann samning út tímabilið og svo verður ákveðið með framhaldið.

B36 er í 5. sæti færeysku efstu deildar, 17 stigum á eftir toppliðunum HB og Víking úr Götu. KÍ er í 3. sæti, sex stigum á eftir toppliðunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×