„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 21:41 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.” Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.”
Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“