„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:08 Inga Sæland er spennt fyrir fjármálaráðuneytinu. Vísir/Arnar Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira