Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. júní 2024 19:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06