Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2024 17:46 Það verður að teljast einstakt að dómsmálaráðherra sendi fjármálaráðherra aðra eins ádrepu og Guðrún Hafsteinsdóttir sendi Sigurði Inga Jóhannssyni eins oddvita stjórnarflokkanna í dag. Vísir/Hjalti Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar. Í tilkynningu sem Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sendi frá sér í dag segir hún að pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála væru til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Sigurður Ingi segir þessa yfirlýsingu áhugaverða. Hann sem fjármálaráðherra fari með yfirstjórn á einkarétti ríkisins á smásölu áfengis, heildsölu tóbaks og framkvæmd laga þar um. Það væri því fullkomlega eðlilegt að hann kæmi ábendingum til sjálfstæðra eftirlitsaðila um möguleg brot gegn þeim einkarétti. Þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu hafi ársskýrsla ÁTVR verið nýkomin út með ábendingum. Þá þyrfti að horfa til þess að ÁTVR væri ríkisstofnun. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir eðilegt að hann sem ráðherra sem fari með málefni ÁTVR minni á að sú stofnun fari með einkarétt á smásölu á áfengi í landinu.Vísir/Vilhelm „Það eru einnig jafnframt sérstaklega tilgreind í lögunum markmið um bætta lýðheilsu, samfélagslega ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis og tóbaksneyslu. Sem og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks,” segir Sigurður Ingi. Þá hafi heilbrigðisráðherra skrifað honum um þessi mál og því eðlilegt að bregðast við með þeim hætti sem hann hafi gert með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Með því væri hann ekki að hvetja til sakamálarannsóknar á þeim fyrirtækjum sem flyttu inn áfengi og seldu á netinu. „Engan veginn. Við erum bara að vekja athygli á þessari stöðu. Ég fékk utanaðkomandi lögfræðiálit sem ég hef einnig látið birta vegan þess að það er nokkuð skýrt,” segir fjármálaráðherra. Hægt er að panta áfengi á netinu og sækja það eða fá það sent heim til sín samdægurs eins og staðan er í dag.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir í tilkynningu sinni að íslenskt sakamálaréttarfar byggi á því grundvallarsjónarmiði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa. Skilaboðin gætu varla verið skýrari. Þegar ráðherrar eru farnir að skensa svona á milli sín í fjölmiðlum og með yfirlýsingum á heimasíðum ráðuneyta sinna, er þá ekki orðið svolítið pirringslegt á stjórnarheimilinu? „Eins og ég sagði í upphafi, mér fannst þetta bréf áhugavert. En ég horfi einfaldlega á þetta út frá þeim skyldum sem ég ber sem fjármálaráðherra. Hefði frekar litið á það sem athafnaleysi að minni hálfu að bregðast ekki við með nokkrum hætti,” segir Sigurður Ingi. Í bréfi hans til lögreglu sé á engan hátt fjallað um lögbrot. „Enda eins og ég segi; innflutningur er heimill og sala svo fremi að það sé augljós innflutningur.“ Það hafi ekki hvarlað að honum að draga bréf sitt til lögreglunnar til baka. Er þetta til að bæta móralinn á stjórnarheimilinu? „það er svo önnur saga sem ég ætla heldur ekki að tjá mig um,“ segir fjármálaráðherra. Heldur þú að ríkisstjórnin lifi af næsta vetur? „Já, ég hef fulla trú á því. Það eru mörg áhugaverð mál sem við höfum verið að undirbúa á grundvelli stjórnarsáttmálans sem liggja fyrir þinginu núna. Kannski náum við ekki að klára þau öll og þá er ágætt að hafa næsta vetur til að ljúka því. Sem og að koma áframhaldandi góðum verkefnum fram sem þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega gert á sínum líftíma,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson sem reiknar með að eiga eftir að ræða þessi mál frekar við dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í tilkynningu sem Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sendi frá sér í dag segir hún að pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála væru til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Sigurður Ingi segir þessa yfirlýsingu áhugaverða. Hann sem fjármálaráðherra fari með yfirstjórn á einkarétti ríkisins á smásölu áfengis, heildsölu tóbaks og framkvæmd laga þar um. Það væri því fullkomlega eðlilegt að hann kæmi ábendingum til sjálfstæðra eftirlitsaðila um möguleg brot gegn þeim einkarétti. Þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu hafi ársskýrsla ÁTVR verið nýkomin út með ábendingum. Þá þyrfti að horfa til þess að ÁTVR væri ríkisstofnun. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir eðilegt að hann sem ráðherra sem fari með málefni ÁTVR minni á að sú stofnun fari með einkarétt á smásölu á áfengi í landinu.Vísir/Vilhelm „Það eru einnig jafnframt sérstaklega tilgreind í lögunum markmið um bætta lýðheilsu, samfélagslega ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis og tóbaksneyslu. Sem og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks,” segir Sigurður Ingi. Þá hafi heilbrigðisráðherra skrifað honum um þessi mál og því eðlilegt að bregðast við með þeim hætti sem hann hafi gert með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Með því væri hann ekki að hvetja til sakamálarannsóknar á þeim fyrirtækjum sem flyttu inn áfengi og seldu á netinu. „Engan veginn. Við erum bara að vekja athygli á þessari stöðu. Ég fékk utanaðkomandi lögfræðiálit sem ég hef einnig látið birta vegan þess að það er nokkuð skýrt,” segir fjármálaráðherra. Hægt er að panta áfengi á netinu og sækja það eða fá það sent heim til sín samdægurs eins og staðan er í dag.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir í tilkynningu sinni að íslenskt sakamálaréttarfar byggi á því grundvallarsjónarmiði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa. Skilaboðin gætu varla verið skýrari. Þegar ráðherrar eru farnir að skensa svona á milli sín í fjölmiðlum og með yfirlýsingum á heimasíðum ráðuneyta sinna, er þá ekki orðið svolítið pirringslegt á stjórnarheimilinu? „Eins og ég sagði í upphafi, mér fannst þetta bréf áhugavert. En ég horfi einfaldlega á þetta út frá þeim skyldum sem ég ber sem fjármálaráðherra. Hefði frekar litið á það sem athafnaleysi að minni hálfu að bregðast ekki við með nokkrum hætti,” segir Sigurður Ingi. Í bréfi hans til lögreglu sé á engan hátt fjallað um lögbrot. „Enda eins og ég segi; innflutningur er heimill og sala svo fremi að það sé augljós innflutningur.“ Það hafi ekki hvarlað að honum að draga bréf sitt til lögreglunnar til baka. Er þetta til að bæta móralinn á stjórnarheimilinu? „það er svo önnur saga sem ég ætla heldur ekki að tjá mig um,“ segir fjármálaráðherra. Heldur þú að ríkisstjórnin lifi af næsta vetur? „Já, ég hef fulla trú á því. Það eru mörg áhugaverð mál sem við höfum verið að undirbúa á grundvelli stjórnarsáttmálans sem liggja fyrir þinginu núna. Kannski náum við ekki að klára þau öll og þá er ágætt að hafa næsta vetur til að ljúka því. Sem og að koma áframhaldandi góðum verkefnum fram sem þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega gert á sínum líftíma,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson sem reiknar með að eiga eftir að ræða þessi mál frekar við dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06
Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19