Sex liða áætlun til að koma á jafnvægi í húsnæðismálunum. Gunnar Einarsson skrifar 13. júní 2024 07:01 1.Það verður áfram að vera góður grundvöllur fyrir þann byggingariðnað sem er í landinu og það þarf að styrkja hann, meðal annars með því að útskrifa fleiri iðnaðarmenn. Það kerfi sem fyrir er á að taka við þegar jafnvægi er náð. 2.Eins og vísitalan er reiknuð mun skortur á húsnæði gera erfitt að hafa svipaða vexti hér og annarsstaðar. Um leið og vextir lækkuðu mun verð á húsnæði rjúka upp. Seðlabankinn hefur gjaldeyrisvarasjóð. Það þyrfti að koma upp húsnæðisvarasjóði. Til þess þyrfti að byggja nokkur þúsund íbúðir sem hægt væri að halda til haga, selja og leigja, eftir þörfum, til að halda jafnvægi á markaðinum. Til að allt færi ekki á hvolf hér væri best að girða af svæði til dæmis Skeifuna, ryðja niður kofunum á svæðinu og fá Kínverska verktaka til að byggja skóg af 25 hæða blokkum. Þetta yrðu fyrst og fremst litlar íbúðir(svalir ekki skylda) sem fólk gæti eignast sem fyrstu eign. Meðan verið væri að byggja væri svæðið frísvæði og gætu verktakarnir komið með erlent vinnuafl, en það yrði að halda sig mikið til innan girðingar og flyttu burt að verkinu loknu. Þetta yrði tímabundin aðgerð. Lánin yrðu erlend. Við værum í raun að flytja inn íbúðir til að ná jafnvægi. Ekki mætti selja þær eða leigja það hratt að markaðurinn, sem er fyrir, hryndi. Þessi framkvæmd myndi að öllum líkindum geta skilað hagnaði. 3.Í staðin fyrir vísitölu lánin, yrði komið á hlutdeildarlánakerfi. Sá sem hyggðist eignast húseign hefði kost á að spara inn á þetta kerfi. Hægt væri að velja nokkur viðmið hvað varðar verð og stærð húsnæðis. Við tökum 50 milljóna eign sem dæmi. Vextir þessara innlána yrðu 0,75%. Þegar viðkomandi væri komin með 10% eignar í sparnað, gæti hann fengið lán 90% af viðmiðunareign með 2,5% vöxtum. Vextirnir væru þá fyrst og fremst til að vega á móti rýrnun á eigninni. Kaupandi ætti í upphafi aðeins 10% af eigninni. Segjum að kaupandi borgaði 200,000 á mánuði þá væri hann að eignast 1.400.000 í íbúðinni á ári og yrði lánið borgað að fullu á 30 árum. Vitanlega hækkuðu afborganir í takt við húsnæðisverð, en við reiknum með að ná jafnvægi þannig að húsnæðisverð ætti að fylgja launahækkunum. Þegar vel áraði væri hægt að borga meira, ef illa áraði gæti viðkomandi fengið að borga minna en aldrei minna en vextina. Það væri upplagt að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu sjóðinn. 4.Hugsum okkur einbýlishús, til dæmis gæti það verið í Garðabæ. Þarna búa í dag tvær hræður. Það ætti að vera leyfilegt að selja svona hús, sem margar eignir. Bílskúrinn yrði tvær eignir og húsið þrjár. Þarna gæti ungt fólk keypt sína fyrstu eign. Það gæti síðan stækkað húsið smátt og smátt.. Það mætti byggja ofan á húsið hæð með góðu risi og kvistum, eftir því sem fjölskyldurnar stækkuðu eða þau teldu þörf á. Þetta var gert í öllum borgum hér áður. Þarna væri endurvakin sá möguleiki að duglegt fólk gæti byggt yfir sig húsnæði. Eins mætti vel hugsa sér að íbúarnir leigðu pláss á lóðinni fyrir gámahús. Ein gata í Lundunum gæti orðið eins og þorp. Kostnaður bæjarfélagsins lítill. Það þyrfti aðeins að hætta að þvinga upp á íbúana óþarfa afskiptasemi hins opinbera. 5.Hluti af lausninni gæti verið að leyfa bráðabyrgðar gámahýsi sem víðast. Tökum dæmi að af Klambratúni mætti taka einn þriðja fyrir svona hús. Meðfram Miklubrautinni væri hægt að setja þriggja hæða gámahúsalengju og síðan þéttar raðir gáma og hjólhýsa innan við. Engir gluggar yrðu að Miklubrautinni . Þarna gætu listamenn bæði innlendir og frægir erlendir, málað og sprautað. Það liði ekki á löngu þangað til þessi veggur yrði heimsfrægur og eitt aðal kennileiti Reykjavíkur og kæmist sennilega á heimsminjaskrá Unesco. Borgarstjórar gætu sýnt erlendum gestum 5 stjörnu slömm á Íslandi. 6.Það er ljóst að svo illa er komið fyrir ýmsum að ekkert þessara úrræða dyggðu þeim. Dópskatturinn sem lagður er á til að hjálpa dópsölunum að byggja upp alvöru glæpagengi, er og verður til þess að ákveðin hópur á mjög erfitt með að búa sómasamlega. Fyrir þá mætti opna bílageymsluna í Ráðhúsinu. Þarna mætti slá upp tjöldum og öðrum skýlum úr endurnýttu efni. Varla eru blikkbeljur toppana í Ráðhúsinu rétthærri en fólk í neyð. Þarna kæmi möguleiki, sem hefði átt að nýta fyrir löngu, að borgarfulltrúar og efra lagið í embættismannalagi borgarinnar, verði gert skylt að ferðast með strætó. Þeir myndu þannig öðlast öðruvísi skilning á því hvers vegna borgarbúar nota strætó svona lítið og þá í framhaldinu gera þær breytingar á leiðarkerfinu, sem gerði kerfið nothæfara fyrir fleiri. Það mætti hafa myndavélar niðri og skjá í anddyrinu uppi til að auðvelt væri að fylgjast með. Þarna væri komin barómetir á ástandið. Ef kjallarinn væri að fyllast yrði borgarstjóri að benda Alþingi á stöðuna og krefjast aðgerða eða að minnsta kosti að : „nú yrði að opna bílageymslu Alþingis“. Þarna er komin pakki aðgerða sem kostaði hið opinbera lítið ef nokkuð. Það þarf bara viljann í verkið. Sama hvaða aðgerða gripið er til, þá duga þær ekki ef hingað er flutt inn fólk í of miklu magni. Það eru ekki bara flóttafólk heldur verðum við, ef annað dugir ekki, að segja okkur frá Schengensamkomulaginu og leyfa aðeins hóflegan innflutning og þá fyrst í störf sem borga vel. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
1.Það verður áfram að vera góður grundvöllur fyrir þann byggingariðnað sem er í landinu og það þarf að styrkja hann, meðal annars með því að útskrifa fleiri iðnaðarmenn. Það kerfi sem fyrir er á að taka við þegar jafnvægi er náð. 2.Eins og vísitalan er reiknuð mun skortur á húsnæði gera erfitt að hafa svipaða vexti hér og annarsstaðar. Um leið og vextir lækkuðu mun verð á húsnæði rjúka upp. Seðlabankinn hefur gjaldeyrisvarasjóð. Það þyrfti að koma upp húsnæðisvarasjóði. Til þess þyrfti að byggja nokkur þúsund íbúðir sem hægt væri að halda til haga, selja og leigja, eftir þörfum, til að halda jafnvægi á markaðinum. Til að allt færi ekki á hvolf hér væri best að girða af svæði til dæmis Skeifuna, ryðja niður kofunum á svæðinu og fá Kínverska verktaka til að byggja skóg af 25 hæða blokkum. Þetta yrðu fyrst og fremst litlar íbúðir(svalir ekki skylda) sem fólk gæti eignast sem fyrstu eign. Meðan verið væri að byggja væri svæðið frísvæði og gætu verktakarnir komið með erlent vinnuafl, en það yrði að halda sig mikið til innan girðingar og flyttu burt að verkinu loknu. Þetta yrði tímabundin aðgerð. Lánin yrðu erlend. Við værum í raun að flytja inn íbúðir til að ná jafnvægi. Ekki mætti selja þær eða leigja það hratt að markaðurinn, sem er fyrir, hryndi. Þessi framkvæmd myndi að öllum líkindum geta skilað hagnaði. 3.Í staðin fyrir vísitölu lánin, yrði komið á hlutdeildarlánakerfi. Sá sem hyggðist eignast húseign hefði kost á að spara inn á þetta kerfi. Hægt væri að velja nokkur viðmið hvað varðar verð og stærð húsnæðis. Við tökum 50 milljóna eign sem dæmi. Vextir þessara innlána yrðu 0,75%. Þegar viðkomandi væri komin með 10% eignar í sparnað, gæti hann fengið lán 90% af viðmiðunareign með 2,5% vöxtum. Vextirnir væru þá fyrst og fremst til að vega á móti rýrnun á eigninni. Kaupandi ætti í upphafi aðeins 10% af eigninni. Segjum að kaupandi borgaði 200,000 á mánuði þá væri hann að eignast 1.400.000 í íbúðinni á ári og yrði lánið borgað að fullu á 30 árum. Vitanlega hækkuðu afborganir í takt við húsnæðisverð, en við reiknum með að ná jafnvægi þannig að húsnæðisverð ætti að fylgja launahækkunum. Þegar vel áraði væri hægt að borga meira, ef illa áraði gæti viðkomandi fengið að borga minna en aldrei minna en vextina. Það væri upplagt að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu sjóðinn. 4.Hugsum okkur einbýlishús, til dæmis gæti það verið í Garðabæ. Þarna búa í dag tvær hræður. Það ætti að vera leyfilegt að selja svona hús, sem margar eignir. Bílskúrinn yrði tvær eignir og húsið þrjár. Þarna gæti ungt fólk keypt sína fyrstu eign. Það gæti síðan stækkað húsið smátt og smátt.. Það mætti byggja ofan á húsið hæð með góðu risi og kvistum, eftir því sem fjölskyldurnar stækkuðu eða þau teldu þörf á. Þetta var gert í öllum borgum hér áður. Þarna væri endurvakin sá möguleiki að duglegt fólk gæti byggt yfir sig húsnæði. Eins mætti vel hugsa sér að íbúarnir leigðu pláss á lóðinni fyrir gámahús. Ein gata í Lundunum gæti orðið eins og þorp. Kostnaður bæjarfélagsins lítill. Það þyrfti aðeins að hætta að þvinga upp á íbúana óþarfa afskiptasemi hins opinbera. 5.Hluti af lausninni gæti verið að leyfa bráðabyrgðar gámahýsi sem víðast. Tökum dæmi að af Klambratúni mætti taka einn þriðja fyrir svona hús. Meðfram Miklubrautinni væri hægt að setja þriggja hæða gámahúsalengju og síðan þéttar raðir gáma og hjólhýsa innan við. Engir gluggar yrðu að Miklubrautinni . Þarna gætu listamenn bæði innlendir og frægir erlendir, málað og sprautað. Það liði ekki á löngu þangað til þessi veggur yrði heimsfrægur og eitt aðal kennileiti Reykjavíkur og kæmist sennilega á heimsminjaskrá Unesco. Borgarstjórar gætu sýnt erlendum gestum 5 stjörnu slömm á Íslandi. 6.Það er ljóst að svo illa er komið fyrir ýmsum að ekkert þessara úrræða dyggðu þeim. Dópskatturinn sem lagður er á til að hjálpa dópsölunum að byggja upp alvöru glæpagengi, er og verður til þess að ákveðin hópur á mjög erfitt með að búa sómasamlega. Fyrir þá mætti opna bílageymsluna í Ráðhúsinu. Þarna mætti slá upp tjöldum og öðrum skýlum úr endurnýttu efni. Varla eru blikkbeljur toppana í Ráðhúsinu rétthærri en fólk í neyð. Þarna kæmi möguleiki, sem hefði átt að nýta fyrir löngu, að borgarfulltrúar og efra lagið í embættismannalagi borgarinnar, verði gert skylt að ferðast með strætó. Þeir myndu þannig öðlast öðruvísi skilning á því hvers vegna borgarbúar nota strætó svona lítið og þá í framhaldinu gera þær breytingar á leiðarkerfinu, sem gerði kerfið nothæfara fyrir fleiri. Það mætti hafa myndavélar niðri og skjá í anddyrinu uppi til að auðvelt væri að fylgjast með. Þarna væri komin barómetir á ástandið. Ef kjallarinn væri að fyllast yrði borgarstjóri að benda Alþingi á stöðuna og krefjast aðgerða eða að minnsta kosti að : „nú yrði að opna bílageymslu Alþingis“. Þarna er komin pakki aðgerða sem kostaði hið opinbera lítið ef nokkuð. Það þarf bara viljann í verkið. Sama hvaða aðgerða gripið er til, þá duga þær ekki ef hingað er flutt inn fólk í of miklu magni. Það eru ekki bara flóttafólk heldur verðum við, ef annað dugir ekki, að segja okkur frá Schengensamkomulaginu og leyfa aðeins hóflegan innflutning og þá fyrst í störf sem borga vel. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun