Innlent

Hrotta­leg á­rás á á­tján ára mann enn til rann­sóknar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Fólskuleg árás á átján ára mann á leið sinni heim úr útskriftarveislu í Árbæ sunnudaginn annan júní er enn til rannsóknar hjá lögreglunni.

Maðurinn varð fyrir árás sex manna sem spörkuðu í höfuðm brjóstkassa og maga drengsins á meðan hann lá á jörðinni og gat sér enga björg veitt. Hann er sagður hafa misst meðvitund. Verr hefði getað farið hefði leigubílstjóri ekki verið á vettvangi sem skarst í leikinn og árásarliðið hörfaði í kjölfarið.

Valgarður Valgarðsson segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið enn sem komið er en að einstaklingur hafi verið tekinn í yfirheyrslu sem gæti tengst því.

„Þetta mál er hérna í bullandi rannsókn. Það er verið að reyna að finna út úr því hverjir það voru sem voru þarna á ferðinni,“ segir hann.

Maðurinn ungi fór á slysadeild og hlúað var að sárum hans sem voru umtalsverð. Móðir hans lýsti árasinni sem hrottalegri og tilefnislausri. Árásarmennirnir tóku einnig síma mannsins og úr.

Valgarður segir lögreglu einnig hafa kallað fólk inn sem geti vonandi gefið einhverjar upplýsingar um málsatvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×