Lífið

Frið­rik Ómar setur Reykhúsið aftur á sölu og lækkar verðið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1911 og hefur fengið töluverðar endurbætur.
Húsið var byggt árið 1911 og hefur fengið töluverðar endurbætur.

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett einbýlishús sitt á Akureyri á sölu. Hann setti húsið einnig á sölu í júlí í fyrra. Þá var ásett verð fyrir eignina rúmar 68 milljónir en er nú 64,5 milljónir. 

Á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1911 og eigi sér mikla sögu. Í húsinu var lengi vel reykhús, einnig var það fyrsta aðsetur Ríkisútvarpsins a Akureyri, hljóðver og Lions hreyfingin var með aðsetur í húsinu fyrir fundi og samkomuhalds. Síðar var húsið breytt í íbúðarhúsnæði og endurnýjað að miklu leiti.

Húsið er 139 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Eignin er að hluta til undir súð og er því stærra en birtir fermetrar, um 165 fermetrar að gólffleti. Samtals eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.


Tengdar fréttir

Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.