Fótbolti

Ungstirni Bayern missir af EM vegna háls­kirtla­bólgu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aleksandar Pavlović fær ekki tækifæri til að fagna á EM í sumar.
Aleksandar Pavlović fær ekki tækifæri til að fagna á EM í sumar. EPA-EFE/RONALD WITTEK

Ungstirnið Aleksandar Pavlović verður ekki með Þýskalandi á Evrópumóti karla í knattspyrnu þar sem hann er með hálskirtlabólgu.

Pavlović var einn af fáum björtum punktum á annars nýafstöðnu hörmungar tímabili þýska stórliðsins Bayern München.

Þessi tvítugi miðjumaður kom aðeins við sögu í 19 deildarleikjum en það var nóg fyrir Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði áður Bayern.

Því miður fyrir Naglesmann og Pavlović þá mun leikmaðurinn ekki fá möguleikann á að láta ljós sitt skína á EM sem fram fer í Þýskalandi þar sem hann er að glíma við hálskirtlabólgu. Í hans stað kemur gamla brýnið Emre Can, miðjumaður Borussia Dortmund, inn í hópinn hjá Þjóðverjum.

Þýskaland leikur í A-riðli EM ásamt Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Heimamenn opna mótið á föstudaginn kemur með leik við Skota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×