Fótbolti

Šeško ekki á förum frá Leipzig

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Benjamin Sesko var með 20 markframlög á sínu fyrsta tímabili.
Benjamin Sesko var með 20 markframlög á sínu fyrsta tímabili. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Slóvenski framherjinn Benjamin Šeško er ekki á förum og hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið RB Leipzig.

Þessi 21 árs gamli framherji hefur verið á óskalista margra stórliða undanfarið. Hann var sterklega orðaður við Manchester United fyrir ári síðan áður en Rasmus Höjlund gekk til liðsins. 

Šeško ákvað frekar að flytjast frá RB Salzburg til systurfélagsins RB Leipzig.

Á nýafstaðanni leiktíð skoraði Šeško 18 mörk í öllum keppnum ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Fyrir nokkrum dögum var svo greint frá því að Arsenal, Chelsea og Newcastle hefðu bæst við í kapphlaupið um kappann. 

Šeško ákvað hins vegar að halda kyrru fyrir í Leipzig og skrifaði undir eins árs samningsframlengingu til ársins 2029. 

„Fyrsta árið mitt hjá Leipzig var gott og ég er ótrúlega ánægður hérna. Samningsframlenging var bara eðlilegt skref að mínu mati. Við erum með lið stútfullt af hæfileikum, ungir og eldri í bland. Við höfum náð frábærum árangri en eigum frekari vinnur fyrir höndum og munum vinna sameiginlega að okkar markmiðum,“ sagði Slóveninn í tilkynningu Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×