Innlent

Dregur úr gasmengun með auknum vindi næstu daga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Enn gýs á Reykjanesi.
Enn gýs á Reykjanesi. vísir/vilhelm

Gasmengun minnkar töluvert í dag og næstu daga með auknum vindi. Gosið mallar áfram og meginstraumur hrauns mjakast til norðurs og norðvesturs. 

Þetta segja sérfræðingar hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Gosmóða mældist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi í gær, og var fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra.

Gildi brennisteinsdíoxíðs hækkuðu við Reykjanesbæ en fóru ekki yfir heilsuverndarmörk í nótt.

„Þetta virðist komið í venjulegt horf núna,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Gasmengun frá gosinu leggi frekar til vesturs og norðvesturs. „Kannski Reykjanesbæ og svo út á haf,“ segir Eiríkur Örn.

Það muni hins vegar bæta í vind þegar líði á daginn og því megi búast við því að gasið fjúki hratt út á haf. Næstu daga eigi gasmengunin ekki að angra marga.

Annars sé lítil breyting er  á gosinu, sem mallar á Reykjanesskaga.

„Hraunið er að mjakast hægt og rólega norðan við Sýlingarfell. Það er lítill hraunpollur að myndast sunnan við gíginn, en meginstraumurinn er að fara til norðurs og norðvesturs,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir hjá Veðurstofunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×