Sport

Kominn heim nokkrum dögum eftir hjarta­stopp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thompson í leik gegn Los Angeles Chargers á síðustu leiktíð.
Thompson í leik gegn Los Angeles Chargers á síðustu leiktíð. Ric Tapia/Getty Images

Brandon Lamar Thompson Jr., varnarmaður NFL-meistara Kansas City Chiefs, gat vart byrjað tímabilið verr en hann var á liðsfundi þegar hann fékk flog sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist um tíma.

Hinn 25 ára gamli Thompson var sendur með hraði á spítala í Kansas og þar hefur hann verið síðan atvikið átti sér stað á fimmtudaginn var, þann 6. júní. Hann er nú kominn heim til sín þar sem hann mun slaka á þangað til í ljós kemur hvort hann megi snúa aftur á völlinn.

„Fjölskyldan vill þakka öllum og sérstaklega læknateymi Chiefs sem og starfsliði félagsins fyrir skjót viðbrögð og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá umboðsmanni Thompson. Talið er að hjarta hans hafi stöðvast í rétt undir mínútu.

Thompson lék lengi vel körfubolta en ákvað á endanum að færa sig yfir í amerískan fótbolta og valdi Chiefs hann í nýliðavalinu á síðasta ári. Hann var hluti af æfingahóp liðsins og tók þátt í einum leik. Hann kom inn í tímabilið með þá von að spila meira en nú er einfaldlega ekki víst hvort hann spili aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×