Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 15:41 Chiquita er ekki hvað síst þekkt fyrir banana. Fyrirtækið greiddi kólumbískri dauðasveit á 10. áratugnum. Vísir/Getty Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira