Lífið

Georg í Sigur Rós keypti vist­vænt hús við einn besta golf­völl landsins

Boði Logason skrifar
Georg Holm og eiginkona hans Svanhvít hafa sagt skilið við höfuðborgina.
Georg Holm og eiginkona hans Svanhvít hafa sagt skilið við höfuðborgina.

Georg Holm bassa­leik­ari Sig­ur Rósar og eig­in­kona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir fram­leiðandi hjá Sagafilm, hafa fest kaup á umhverfisvænu raðhúsi við Kinnargötu í Garðabæ. Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum, unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum. 

Um er að ræða 150 fermetra eign á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Hjónin greiddu139 milljónir fyrir húsið.

Í lýsingu eignarinnar frá fasteignasölu kemur fram að húsið sé sérsniðið að þörfum nútímafólks, fjölskyldum og fólki sem stundar útivist og hreyfingu:

„Í hönnunarferli húsanna hefur verið hugað vel að innra skipulagi húsanna, náttúrulegri dagsbirtu, ómtíma innan rýma, loftgæðum og sýnilegu náttúrulegu efnisvali. Til að tryggja heildaryfirbragð allra húsa í verkefninu eru lóðir fullhannaðar og verður skilað til kaupenda fullfrágengnum með skjólveggjum, sólpöllum, hellulögnum og gróðri.“

Hinum megin við Elliðavatnsveg, til hliðar við húsið, er golfvöllurinn Urriðavöllur sem er talinn einn af betri golfvöllum landins og náttúruparadísin Heiðmörk.

Georg og Svan­hvít settu fallegt par­hús við Há­valla­götu í Reykja­vík á sölu í mars síðastliðnum og flutt í Garðabæinn. Ásett verð á húsinu var 158.000.000 kr. en seldist á 155.000.000 kr. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×