Sport

Mun lík­lega þjálfa Steelers í meira en tuttugu ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tomlin er hér ásamt Cam Heyward, varnarmanni Steelers.
Tomlin er hér ásamt Cam Heyward, varnarmanni Steelers. vísir/getty

Einn magnaðasti þjálfari NFL-deildarinnar er Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, og hann verður þjálfari liðsins næstu ár.

Tomlin er á leið inn í sitt átjánda ár með Steelers en enginn þjálfari í deildinni hefur verið eins lengi með sitt lið.

Það er ekkert skrítið að Tomlin sé enn þjálfari liðsins enda hefur liðið aldrei verið með neikvætt sigurhlutfall undir hans stjórn. Aðeins tveir þjálfarar hafa afrekað það lengur en Tomlin. Það eru Tom Landry og Bill Belichick.

Undir stjórn Tomlin vann Steelers Super Bowl á hans öðru ári með liðið. Hann hefur tvisvar farið með liðið í úrslit en seinni Super Bowl tapaðist.

Árangur hans með liðið er 173 sigrar og 100 töp. Ellefu sinnum hefur liðið farið í úrslitakeppnina.

Þjálfarinn skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Steelers og því bendir flest til þess að hann verði þjálfari liðsins að minnsta kosti í tuttugu ár.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×