Fótbolti

Hinn eftir­sótti Šeško á­fram hjá Leipzig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kann vel við sig í Þýskalandi.
Kann vel við sig í Þýskalandi. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Þrátt fyrir að vera eftirsóttur af Arsenal, Chelsea ásamt Manchester og Newcastle United þá hefur hinn 21 árs gamli Benjamin Šeško ákveðið að vera áfram á mála hjá RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni.

Nýverið greindi Vísir frá því að hinn gríðarlega efnilegi Šeško væri eftirsóttur af fjölda liða á Englandi. Hann var falur fyrir 65 milljónir evra en það gerir tæpa tíu milljarða íslenskra króna.

Í stað þess að ganga til liðs við eitt af ensku liðunum hér að ofan hefur Šeško ákveðið að halda kyrru fyrir og skrifa undir endurbættan samning við RB Leipzig. Reikna má með að klásúlan sem hefði gert ensku liðunum kleift að kaupa hann á 65 milljónir evra sé á bak og burt.

Það var Fabrizio Romano sem greindi frá. Ítalinn segir að ákvörðun Šeško sé byggð á sama grunni og þegar Erling Braut Haaland ákvað að framlengja samning sinn hjá Borussia Dortmund og taka auka ár í Þýskalandi áður en hann myndi semja við eitt af stærstu liðum Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×